Reistur Ketilsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Reistur Ketilsson var íslenskur landnámsmaður. Hann nam land í Norður-Þingeyjarsýslu og segir í Landnámabók að landnám hans hafi verið á milli Reistargnúps og Rauðanúps og hann hafi búið í Leirhöfn á Melrakkasléttu.

Hann er sagður hafa verið sonur Bjarneyja-Ketils og Hildar, systur Ketils þistils, sem nam Þistilfjörð. Sonur hans var Arnsteinn goði, sem bjó á Ærlæk í Öxarfirði og kemur við Ljósvetninga sögu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók. Af snerpa.is“.
  • „Ljósvetninga saga. Af snerpa.is“.