Fara í innihald

Regluleg segð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Regular Expression)

Regluleg segð er segð sem lýsir streng eða mengi strengja með ákveðnum forsniðsreglum. Þær eru notaðar í hinum ýmsu forritunarmálum og textaritlum til að finna og breyta texta með kerfisbundnum hætti.

Grunntegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Regluleg segð er oftast notað til að lýsa mengi strengja án þess að telja upp alla möguleika. Sem dæmi er hægt að lýsa strengjunum "Eyður" og "Eiður" með segðinni "E(i|y)ður".

Einfaldur texti
er tekinn eins og hann er, einn stafur í einu borinn saman við upprunatextann -> "Jónas" finnst í textanum "Ég heiti Jónas Örn"
Skipting
er notuð til að finna strengi með mismunandi hluta -> "hestur|hests" finnur bæði "hestur" og "hests"
Hópun
skilgreinir gildislengd og röð breyta auk þess að gefa aðgang að undirmengjum strengsins -> "hest(a|u)r" finnur bæði "hestur" og "hestar" og hægt er að fá sérstaklega "a" eða "u" hlutann eftir á.
Talning
skilgreinir hve oft viðkomandi hópur eða stafur má endurtaka sig. Algengastir eru +, * og ? talningarvirkjarnir
?
Spurningamerkið táknar 0 eða einn af viðkomandi segð -> "Velkominn?" finnur bæði "Velkomin" og "Velkominn"
+
Plús táknar einn eða fleiri af viðkomandi segð -> "Hal+ó" finnur t.d. "Haló" og "Hallllllló"
Stjarna táknar 0, 1 eða fleiri af segðinni -> "Ba(na)na" finnur t.d. "Bana", "Banana" og "Banananananana"
  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.