Fara í innihald

Reglugerð Evrópusambandsins um rafrænan úrgang

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Táknið um rafrænan úrgang

Reglugerð Evrópusambandsins um rafrænan úrgang (enska: Waste Electrical and Electronic Equipment Directive, skammstafað sem WEEE Directive) er reglugerð Evrópusambandsins númer 2002/96/EC sem skrifuð var í evrópsk lög í febrúar 2003 ásamt RoHS-reglugerðinni númer 2002/95/EC. Reglugerðin setti markmið um söfnun, endurvinnslu og meðhöndlun á raftækjum af öllu tagi. Lágmarksmarkmiðið um söfnun rafræns úrgangs var 4 kg á manni fyrir árið 2009. Með RoHs-reglugerðinni voru takmarkanir innleiddar um þau efni sem evrópskir framleiðendur mættu nota í ný raftæki.

Táknið sem Evrópska ráðið tók upp til að standa fyrir rafrænan úrgang og er yfirstrikuð tunna með hjólum, annaðhvort með eða án svartrar línu undir tákninu. Línan þýðir að varan var sett á markað eftir 2005 þegar reglugerðin tók gildi. Vörur án svörtu línunnar voru framleiddar á milli 2002 og 2005.

Breytingar á reglugerðinni[breyta | breyta frumkóða]

Reglugerðin hefur verið uppfærð nokkrum sinnum frá 2002, meðal annars árin 2006 og 2009.

Níu árum eftir að reglugerðin var skrifuð í lög var talið að hún hefði ekki náð öllum markmiðunum og var hún uppfærð á ný. Þann 20. desember 2011 samþykktu Evrópska þingið og Evrópska ráðið breytingar á reglugerðinni, háð annarri atkvæðagreiðslu sem var höfð þann 19. janúar 2012.

Meðal breytinganna var ný aðferð til að reikna út söfnunarmarkmiðið, sem áður var 4 kg á manni á ári. Ætlað er að innleiðsla á þessum nýrri aðferð taki sjö ár.

Almenna markmiðið er það að Evrópusambandið endurvinni 85% af öllum rafrænum úrfalli fyrir árið 2016.

Upptaka reglugerðarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Í reglugerðinni er tilskilið að framleiðendur eða dreifingaraðilar raftækja beri ábyrgð um meðhöndlun á eftirfarandi úrganginum. Sett er skilyrði um að þessi fyrirtæki setji upp aðferðir til að safna rafrænum úrgangi þannig að notendur raftækja í einkaheimilum geti nýtt sér þess möguleika að losa sig við rafrænan úrgang þeim að kostnaðarlausu. Reglugerðin stakk upp á að sjóðir yrðu stofnaðir í hverju aðildarríki sem framleiðendur og dreifingaraðilar á raftækjum borguðu í til að bæta kostnaðinn á að safna og endurvinna rafrænan úrgang frá endurvinnslustöðvum.

Flokkun rafræns úrgangs[breyta | breyta frumkóða]

Í reglugerðinni er rafrænum úrgang skipt upp í nokkra flokka. Fyrsta lagið í þessum flokkum er svokallaður „sögulegur“ og „ósögulegur“ rafrænn úrgangur. Sögulegur rafrænn úrgangur er skilgreindur sem raftæki sem sett voru markað fyrir 2005 og í reglugerðinni er tilskilið að eigandi raftækisins beri ábyrgð á að koma því til endurvinnslu. Raftæki sem voru sett á markað eftir 2005 flokkast sem ósögulegur rafrænn úrgangur (og eiga þar að leiðandi að vera með svartri línu undir tunnutákninu) og í því tilfelli beri framleiðandi eða dreifingaraðili vörunnar ábyrgð á söfnun og endurvinnslu hennar.

Samtals eru tíu flokkar af rafrænum úrgangi tilgreindir í reglugerðinni:

  • Stór heimilistæki
  • Lítil heimilistæki
  • Upplýsingatækni- og fjarskiptabúnaður
  • Neytendabúnaður
  • Ljósabúnaður
  • Raf- og rafeindatæki
  • Leikföng og tómstunda-, íþrótta- og útivistarbúnaður
  • Lækningatæki
  • Vöktunar- og eftirlitstæki
  • Sjálfsalar