Reflex

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reflex var hljómsveit sem starfaði árin 1980-1982 og kom fram víða á höfuðborgarsvæðinu. Hún spilaði meðal annars á tröppum Menntaskólans í Reykjavík, á Melarokki, kom fram á fyrstu Músiktilraunum 1982 og komst þar í úrslit. Einnig spilaði hún ásamt hljómsveitinni Fjötrum á Litla-Hrauni og í framhaldsskólum víða á höfuðborgarsvæðinu og á Hótel Borg. Reflex spilaði eingöngu frumsamda rokktónlist af framsæknari kantinum en gaf ekki út plötu þó svo hún hafi tekið upp nokkur laga sinna.

Meðlimir Reflex voru:

  • Guðmundur Sigmarsson á gítar
  • Ólafur Friðrik Ægisson á bassa
  • Baldvin Örn Arnarson á trommur
  • Heimir Már Pétursson sem söng og samdi texta.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.