Red Bull Racing
Red Bull Racing, sem keppir nú sem Oracle Red Bull Racing og er einnig þekkt sem Red Bull eða RBR, er Formúlu 1 kappaksturslið. Liðið keppir undir austurríska fánanum en er með höfuðstöðvar í Bretlandi. Það er annað af tveimur Formúlu 1 liðum í eigu Red Bull GmbH, hitt er RB Formula One Team. Red Bull Racing liðið hefur verið undir stjórn Christian Horner frá stofnun þess árið 2005.[1]
Red Bull var með Cosworth vélar árið 2005 og Ferrari vélar árið 2006. Liðið notaði vélar frá Renault á árunum 2007 til 2018 (frá 2016 til 2018 var Renault vélin endurmerkt TAG Heuer eftir að samband Red Bull og Renault brast árið 2015).[2][3] Liðið byrjaði að nota Honda vélar árið 2019.[4]
Heimsmeistarar liðsins
[breyta | breyta frumkóða]Eftirfarandi ökumenn unnu Formúlu 1 einstaklingskeppnina fyrir Red Bull:[5]
- Sebastian Vettel (2010, 2011, 2012, 2013)
- Max Verstappen (2021, 2022, 2023)
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Christian Horner: Team Principal“. Infiniti Red Bull Racing. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2013. Sótt 27. september 2013.
- ↑ Cooper, Adam. „TAG Heuer extends Red Bull F1 deal despite 2019 Honda engine deal“. Autosport.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. júní 2019. Sótt 5. júní 2019.
- ↑ „Red Bull extend Renault engine contract to 2016“. BBC Sport. BBC. 9. september 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. júní 2018. Sótt 9. september 2011.
- ↑ Sean Szymkowski (14. febrúar 2019). „2019 Red Bull Racing F1 car revealed, fires up Honda engine at Silverstone“. Motorauthority. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. janúar 2022. Sótt 11. júní 2019.
- ↑ „Hall of Fame – the World Champions“. Formula One Management. Sótt 28. janúar 2024.