Rauðukambar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Rauðukambar eru líparít-hryggir sem kljúfa Þjórsárdal í tvo botna. Vestan kambanna rennur Bergálfsstaðaá en Fossá og Fossárdalur fyrir austan þá. Vestan við Rauðukamba er Þjórsárdalslaug, sem Landsvirkjun bjó til úr afgangssteypu frá Búrfellsvirkjun. Á þessum stað er jarðhiti, sem nýttur er í laugina.