Rauðukambar
Útlit
Rauðukambar | |
---|---|
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Skeiða- og Gnúpverjahreppur |
Hnit | 64°10′26″N 19°47′31″V / 64.1739°N 19.7919°V |
breyta upplýsingum |
Rauðukambar eru um 200-300 metra líparít-hryggir sem kljúfa Þjórsárdal í tvo botna. Vestan kambanna rennur Bergálfsstaðaá en Fossá og Fossárdalur fyrir austan þá. Vestan við Rauðukamba er Þjórsárdalslaug, sem Landsvirkjun bjó til úr afgangssteypu frá Búrfellsvirkjun. Á þessum stað er jarðhiti, sem nýttur er í laugina.