Rauða perlan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bob Moran Nr. 7

Rauða perlan er unglingasaga um Bob Moran eftir Henri Vernes sem kom út árið 1955, en í íslenskri þýðingu 1963.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Kvöld eitt segir Léman læknir vinum sínum einkennilega sögu: Kona nokkur liggur dauðvona í París, og svo einkennilega vill til, að einungis dularfull, rauð perla getur bjargað lífi hennar. Þessi perla er í vörzlum hins grimmúðlega soldáns af Jaravak - en Jaravak er eyja í Bandarhafinu, óralangt í burtu. Þegar læknirinn hefur lokið sögu sinni, verður þögn umhverfis hann, þangað til rödd innan úr stofunni segir: „Hvar er annars þessi eyja, Jaravak?“ það var Bob Moran, sem talaði, og þessi spurning hans varð upphafið að ótrúlegu og jafnframt átakanlegu ævintýri - afreki, þar sem Moran flugstjóri á í höggi við hinn hræðilega andstæðing, Timor Bulloc. En Moran hugsar um það eitt að komast aftur til Parísar með rauðu perluna, sem kannski getur bjargað lífi gömlu konunnar - og upplýst leyndarmál! Í þetta sinn er Moran einnig í kapphlaupi við tímann. - Ætli honum heppnist að ná aftur til Parísar í tæka tíð? - Ætli honum heppnist að sigra hinn vonda soldán, eða verður hann fórnarlamb hinnar hræðilegu hitabeltisveiki? - Meira en nokkru sinni fyrr þarf Bob á að halda allri ráðsnilld sinni og óbilandi viljakrafti.

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

Bob Moran, Jacques Léman, Frú Neuville, Bohr Groschag, Georg Leslie, Harvey Jameson, Timor Bulloc, Khalang Gara, Ashim Gara, Sandam Ballik.

Sveinbjörn Þorsteinsson hefur oft verið bendlaður við stórt hlutverk í þessari bók, en svo er ekki.

Sögusvið[breyta | breyta frumkóða]

París, Frakkland - Kupang, Timor - Bandar, Jaravak, Öldugrandi

Bókfræði[breyta | breyta frumkóða]

  • Titill: Rauða perlan
  • Undirtitill: Æsispennandi drengjabók um afreksverk hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: Le sultan de Jarawak
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1955
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson ?
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1963