Fara í innihald

Rannveig Torp Pálmadóttir Böðvarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rannveig Torp Pálmadóttir Böðvarsson (fædd 8. júlí 1924, lést 28. september 2005) var stjórnarformaður útgerðarfélagsins Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi um árabil. Rannveig var heiðruð fyrir störf sín í þágu sjávarútvegs með riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1993[1].

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Rannveig fæddist á Vesturgötu 32 í Reykjavík, foreldrar hennar voru Matthea Kristín Pálsdóttir Torp saumakona og Pálmi Hannesson, síðar rektor Menntaskólans í Reykjavík. Móðir hennar giftist Christian Evald Torp veitingamanni, sem varð kjörfaðir Rannveigar.

Rannveig giftist Sturlaugi H. Böðvarssyni útgerðarmanni þann 14. apríl 1945 og fluttist til Akraness og bjó á Vesturgötu 32 á Akranesi til æviloka.

Eftir að Sturlaugur lést 1976 var Rannveig í sambandi með Sveini Björnssyni stórkaupmanni þar til hann lést 1996.

Rannveig og Sturlaugur eignuðust saman sex börn, Mattheu Kristínu, Harald, Svein, Rannveigu, Sturlaug og Helgu Ingunni.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Morgunblaðið, Minningargrein, Rannveig Böðvarsson