Fara í innihald

Ranghugmyndir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ranghugmynd er hugmynd sem stendur á veikum grunni, stenst ekki skoðun en einstaklingur trúir innilega þrátt fyrir gögn um hið gagnstæða. Ranghugmyndir verða þegar viðkomandi fellur of fljótt á ályktunum. [1]

Um ranghugmyndir

[breyta | breyta frumkóða]

Ranghugmynd getur t.d. verið að viðkomandi sé eltur eða einhver vilji eitra fyrir viðkomandi. Þá er talað um aðsóknarkennd. Til dæmis gæti einhver haldið að í næsta herbergi sé einhver sem vill vinna viðkomandi miska og þrátt fyrir að viðkomandi sé sýnt inn í herbergið trúir hann enn hugmyndinni. Annað dæmi er framhjáhald; viðkomandi trúir að maki sinn sé ótrúr þrátt fyrir að engin sönnunargögn styðji slíkt. [2]

Tvær megingerðir ranghugmynda

[breyta | breyta frumkóða]

Ranhugmyndum er skipt í fyrsta og annars stigs. Fyrsta stigs ranghugmyndir koma skyndilega sem viðkomandi trúir innilega. Þær eru sjaldgæfar og erfitt að greina þær því viðkomandi man ekki hvernig þær komu til. Dæmi er að sjúklingur heldur skyndilega að hann sé að breyta um kyn en man ekki hvenær tilfinningin kom fyrst fram og enginn atburður í lífi viðkomandi skýrir hugmyndina. Annars stigs ranghugmyndir birtast í kjölfarið á atburði í lífi viðkomandi sem skýrir að einhverju leyti ranghugmyndina; hann eða hún heyrir raddir og dregur ályktun að sér sé veitt eftirför; sjúklingur í djúpu þunglyndi telur sig einskis virði fyrir öðrum; eða að einhver félítill eigi von von á fangelsisvist vegna ógreiddra skulda. [3]

Gerðir ranghugmynda

[breyta | breyta frumkóða]

Til eru nokkrar gerðir ranghugmynda:

  • Ofsóknarhugmyndir eða aðsóknarhugmyndir (e. persecutory delusions): Ranghugmyndirnar eiga það sameiginlegt að viðkomandi telur sig í hættu vegna annars fólks eða stofnana; þau vilji vinna viðkomandi miska eins og að eitra fyrir, eyðileggja orðspor eða einfaldlega gera viðkomandi geðveikan.
  • Tilvísunarranghugmynd (e. delusions of reference): í tilvísundarranghugmyndium trúir viðkomandi að hlutir, atburðir eða gjörðir annarra hafi gildi fyrir sig; til dæmis að eitthvað úr sjónvarpi, útvarpi eða götuskilti sé beint sérstaklega að viðkomandi. Tilvísunarranghugmyndir sjást einna helst í geðklofa.
  • Afbrýðisranghugmyndir (e. delusions of jealousy): í afbrýðisranghugmyndum telur viðkomandi að maki sinn sé sér ótrúr. Þessar hugmyndir sjást frekar hjá körlum en konum.
  • Erotomanic hugmyndir (e. erotomanic delusions): viðkomandi heldur að ókunn og oftast merkilegt manneskja (til dæmis fræg eða úr efri þrepum þjóðfélags) sé ástfanginn af sér og sendi sér skilaboð með útvarpi, sjónvarpi, auglýsingaskiltum eða uppröðun hluta. Ranghugmynd sem sést frekar hjá konum.
  • Stjórnunarranghugmyndir (e. delusions of control): viðkomandi telur að gjörðum og hugsunum sínum sé stjórnað af ytra afli.
  • Ranghugmyndir um eigin hugsanir (e. delusions concerning the possession of thoughts): viðkomandi telur að annað og ytra afl hafi komið fyrir hugsunum (e. thought insertions); að hugmyndir séu teknar frá viðkomandi (e. delusions of thought withdrawal); að aðrir heyri og sjái hugsanir viðkomandi (e. delusion of thought broadcasting).[4]
  • Geddes, John; Gelder, Michael; Mayou, Richard (2001). Psychiatry. Oxford Univesity Press. ISBN 0192628887.
  1. Gelder, Michael o.fl (2001): 11
  2. Gelder, Michael o.fl (2001): 11
  3. Gelder, Michael o.fl (2001): 11
  4. Gelder, Michael o.fl (2001): 12