Haldvilla
Haldvilla (einnig hugvilla, blekking eða uppspuni) er þrálát ímyndum í mótsögn við augljósar staðreyndir.[1] Í sjúkdómafræði er það aðgreint frá trú sem byggist á rangri eða ófullnægjandi upplýsingum þar sem einstaklingar með þá trú geta breytt eða endurskoðað trú sína við endurskoðun staðreynda.
Erfitt er að meðhöndla haldvillu en stundum er hægt að nota geðrofslyf. Ef haldvilla stofnar manneskjunni eða öðru fólki í hættu getur viðkomandi einnig verið meðhöndlaður gegn vilja þeirra.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Íðorðabankinn“. idordabanki.arnastofnun.is. Sótt 8. mars 2023.