Fara í innihald

Railteam

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Railteam er bandalag sem samanstendur af sjö evrópskum fyrirtækjum sem reka háhraðalestir. Markmið bandalagsins er samræma brottfarar- og komutíma sína til þess að geta kept við flugfélög um ferðir á milli stórborga í Evrópu. Fyrirtækið stefnir að því að auka farþegafjölda sinn úr 15 milljónum á ári í 25 milljónir á ári, árið 2010.

Meðlimir og hlutafé

[breyta | breyta frumkóða]
  • Deutsche Bahn (25%)
  • SNCF (25%)
  • Eurostar UK (10%)
  • NS Hispeed (10%)
  • ÖBB (10%)
  • SBB (10%)
  • NMBS/SNCB (10%)