Fara í innihald

Ragna Ingólfsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ragna Ingólfsdóttir (22. febrúar 1983) íslenskur badmintonleikari. Hún hefur orðið Íslandsmeistari 20 sinnum, þar af níu sinnum í einliðaleik, tíu sinnum í tvíliðaleik og einu sinni í tvenndarleik.[1] Hún hefur keppt á tvennum Ólympíuleikum, í Beijing 2008 og London 2012. Í Beijing 2008 sleit hún krossband í miðri viðureign.[2], en í London 2012 vann hún eina viðureign í einleiðaleik en tapaði annari og féll úr leik. Í kjölfarið tilkynnti að hún væri hætt keppni í badminton, en mjög sátt við Ólympíuleikana og íþróttaferil sinn.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Íslandsmeistarar Badmintonsamband Íslands
  2. Tíu ára þrautargöngu lokið Geymt 1 ágúst 2012 í Wayback Machine Vísir
  Þetta æviágrip sem tengist íþróttum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.