Fara í innihald

Nikótín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bygging nikótíns.

Nikótín er lýtingur sem finnst í jurtum af náttskuggaætt, aðallega tóbaki og kókajurt, en í minna mæli í tómötum, kartöflum, eggaldinum og grænum pipar. Nikótín var áður notað sem skordýraeitur. Í litlu magni virkar það örvandi á spendýr. Nikótín er þannig einn af þeim þáttum sem gera tóbaksreykingar ávanabindandi.[1]

Nikótín er örvandi efni og mikilvægur þáttur í fíkn þeirra sem reykja. Nikótín má einnig finna í tyggjói, rafsígarettum, neftóbak, píputóbaki og nikotínpúðum.[2] Þrátt fyrir að mestur hluti nikótíns í sígarettu brenni upp í hitanum sem myndast í sígarettunni og að magn nikótínsins sé þannig lítið, er það nægjanlegt til að valda fíkn. Magn nikótíns sem fer út í líkamann úr hverri sígarettu veltur á nokkrum þáttum, s.s. gerð tóbaksins og hvort sígarettan er með síu. Að meðaltali tekur það nikótín um sjö sekúndur að ná til heilans og nikótínið skilst úr líkamanum á innan við tveimur tímum. Nikótínfíkn veldur þó aðeins vægum fráhvarfseinkennum hjá flestum og sjaldgæft er t.d. að fólk vakni á næturnar þegar áhrif síðustu sígarettu þverra.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]