Fara í innihald

Rafrýmd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rafrýmd (oftast bara kölluð rýmd) segir til um hversu mikla hleðslu rafsvið getur geymt. Einingin fyrir rafrýmd er í SI kerfinu farad og er jafngildi þess að rafsvið með 1 farad 1 kúlomb af hleðslu fyrir hvert volt af spennu sem er sett yfir það. Þ.e.

þar sem er rýmd rafsviðsins, er hleðslan í því og er spennan yfir það.

Hlutir sem hafa rafrýmd eru kallaðir þéttar. Þéttar koma í mörgum gerðum en algengasti er plötuþéttirinn sem samanstendur af tveim leiðurum aðskildir um d millimetra og hafa spennu V á milli sín, þá myndast rafsvið á milli platnanna og það rafsvið getur geymt Q mikið af rafhleðslu í sér og því hefur þéttirinn rýmd C eins og jafnan hér að ofan sýnir. Þessa jöfnu er hægt að rita fyrir svona plötuþétta sem

þar sem ϵ er rafsvörunarstuðullinn og A er flatarmál platnanna í fermetrum.

Þessi jafna breytist þó með lögun þéttisins.