Fara í innihald

Varðveislusafn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rafrænt varðveislusafn)

Varðveislusafn er safn skjala eða fræðigreina fyrir háskólabókasafn eða þjóðbókasafn ætlað til langtíma varðveislu. Safnið getur verið hvoru tveggja, efnislegt eða rafrænt. Varðveislusöfn eru í auknum mæli rafræn og í opnum aðgangi.

Í sumum tilvikum, til dæmis fyrir sérhæfð háskólabókasöfn ber doktorsnemum skylda til þess að skila eintaki af doktorsritgerð sinni til varðveislusafns háskólabókasafnsins. Í lögum margra landa um skylduskil er mælt fyrir um að varðveita eigi eintök af öllu útgefnu efni, þar með töldu rafrænu efni. Í slíkum tilvikum er aðferðum vefsöfnunar stundum beitt.

Á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.