Fara í innihald

Rafiðnaðarsamband Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rafiðnaðarsamband Íslands (skammstafað RSÍ) er landssamband stéttarfélaga rafiðnaðarmanna, stofnað 11. nóvember 1970. Stofnfélög voru: Félag íslenskra rafvirkja, Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi, Rafiðnaðarmannafélag Suðurnesja, Rafvirkjafélag Akureyrar og Félag útvarpsvirkja. Sambandið er starfsgreinasamband og aðili að ASÍ, en félagar eru allir launþegar, sem starfa í rafiðnaðargeiranum, hvort sem þeir hafa löggilt sveinspróf eða ekki.

Formaður er Jakob Tryggvason.

Starfsemi sambandsins felst í að gæta hagsmuna félagsmanna og fjölskyldna þeirra, bæði gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum.

Aðildarfélög RSÍ

[breyta | breyta frumkóða]

Aðildarfélög RSÍ eru:

  • Grafía – stéttarfélag í prent- og miðlunarkerfum
  • Félag íslenskra rafvirkja (FÍR)
  • Félag rafeindavirkja (FRV)
  • Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi (FRS)
  • Rafiðnaðarfélag Norðurlands (RFN)
  • Rafiðnaðarfélag Suðurnesja (RFS)
  • Skerpa – sameinað félag: Félag íslenskra símamanna (FÍS), Félag tæknifólks (FTF), kjaradeild Félags kvikmyndagerðarmanna (FK) og Félags sýningastjóra í kvikmyndahúsum (FSK)
  • RSÍ-UNG – starfsvettvangur ungs fólks innan Rafiðnaðarsambands Íslands