Raddað tannbergsmælt önghljóð
Útlit
Raddað tannbergsmælt önghljóð eða raddaða blísturhljóðið er einfaldlega raddað /s/. Þetta hljóð er ekki að finna í íslensku né heldur öðrum norður germönskum málum. Norðurgermanir eru langt í frá einir með að láta hljóðið vera því innan við 3 af hverjum 10 málum í heiminum nota það. Helst eru það mál í Evrópu, Afríku og Vestur-Asíu sem nota það. Það er sjaldgæft í Austur-Asíu þó það finnist í japönsku og mjög sjaldgæft í amerískum indjánamálum.