Fara í innihald

Radíó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Radíó[1] á við um fyrirbæri og hluti, er varða notkun rafsegulbylgja til þráðlausra samskipta, fjarskipta, útvarps, eða í öðrum tilgangi (hefur fjölmerkingu). Á erlendum málum heitir það radio eftir latneska sagnorðinu radio, „að geisla“ eða „ég geisla“, náskylt nafnorðinu geisli.[2]

Radíó getur verið:

  • Fjarskiptastöð, loftskeytastöð, samanber Loftskeytastöðin á Melunum,[3] eða aðrar síðar til komnar stöðvar (Reykjavík Radíó, Gufunes Radíó, Vaktstöð siglinga), til þráðlausra sambanda, fjarskipta og öryggis á sjó, í lofti, á landi eða sem áhugamál.[4]
  • Útvarpsstöð.
  • Einstök radíótæki, fjarskiptatæki, loftskeytatæki, talstöðvar, senditæki, sendiviðtæki, labbrabbtæki, útvarpsviðtæki.
  • Almenna fyrirbærið útvarp, víðvarp, einátta útsending með radíóbylgjum, sem fer til margra viðtakenda í einu, án svars með sömu aðferð.
  • Almenna fyrirbærið þráðlaus fjarskiptatækni í merkingunni tvíátta samskipti með radíóbylgjum.
  • Radíótækni ekki í fjarskiptaskyni, svo sem ratsjár, íssjár og útvarpssjónaukar (nema SETI sé).
  • Vísindagreinin radíó.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Málið.is“. malid.is. Sótt 20. október 2024.
  2. „radio - Latin search results - Latin-English Dictionary“. www.latin-english.com (enska). Sótt 20. október 2024.
  3. „Loftskeytastöðin 90 ára“.
  4. „Samvinna Íslands og Írlands á sviði stuttbylgjufjarskipta (HF) vegna flugöryggis á norður-Atlantshafssvæðinu“.
Þetta er aðgreiningarsíða sem inniheldur tengla á ólíkar merkingar þessa orðs. Sjá allar greinar sem byrja á Radíó.