Fara í innihald

Rúningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rúning)
Rúningur
Ull af Merino-kind

Rúningur er sú vinna innan landbúnaðar að klippa eða reyta ull af kindum. Rúningur er í dag stundaður með vélklippum en áður voru notaðar handklippur eða hnífar. Sumar tegundir sauðfjár er hægt að reyta, enda fella þær ullina einu sinni til tvisvar á ári.

Venjulega rýjar einn maður kindina, oftast leggur hann hana en sumstaðar tíðkast það að kindin standi og annar maður haldi henni eða hún bundin við staur eða annað. Byrjað er að rýja kviðinn og telst sú ull rusl eða verri ull og flokkast ekki með bak- og síðu-ullinni. Sumstaðar telst ullin af lærum kindarinnar einnig rusl, t.d. í Noregi. Næst eru klippt í klofi kindarinnar, þar næst annað lærið, oft það hægra, og upp á bak. Smám saman kemst kindin úr ullinni en rúningsmaðurinn breytir stöðu kindarinnar eftir því sem hann klippir hana.

Ekki mega rúnar og órúnar kindur ganga saman ef þær síðarnefndu eiga eftir að ganga í gegnum rúninginn því rusl og eyðileggur ullina á henni.