Rúnakeflið frá Narsaq
Rúnakeflið frá Narsaq er furuspýta rist með rúnum frá því um 1000. Spýtan uppgötvaðist í Narsaq á Grænlandi 1953 og þótti þegar merkilegur fundur því að þetta var í fyrsta skipti sem rúnaáletrun frá víkingaöld uppgötvaðist á Grænlandi. Á spýtunni eru tvær setningar en textinn er tvíræður og vandtúlkaður. Jón Helgason taldi að fyrri setningin væri Sá sá sá es á sá sat og merkti eitthvað á borð við "sá sem sat á keraldi sá kerald". Erik Moltke taldi hins vegar að lesa bæri "Á sæ, sæ, sæ es Ása sát" og taldi merkja að guðirnir (Æsir) gerðu sæfarendum fyrirsát. Seinni setningin virðist vera "Bibrau heitir mær sú es sitr á 'bláni'" og hafa menn skilið þetta svo að 'bláinn' sé himinn en nafnið "Bibrau" er vandtúlkað. Á eina hlið spýtunnar er rist heilt rúnastafróf (fuþark) og á enn eina eru skipulega framsett tákn sem ekki hafa verið túlkuð en minna á launrúnir.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Helgi Guðmundsson (1975). „Rúnaristan frá Narssaq“. Gripla. 1: 188–194.
- „I Tigssaluk boede en bonde, der levede som eskimoerne...“. Atuagagdliutit. 3. október 1955. bls. 8.
- Imer, Lisbeth M. (2014). „The tradition of writing in Norse Greenland – writing in an agrarian community“ (PDF). Í Gulløv, Hans Christian (ritstjóri). Northern Worlds – landscapes, interactions and dynamics. bls. 339–351. ISBN 9788776748241.
- Imer, Lisbeth M. (2017). Peasants and Prayers: The Inscriptions of Norse Greenland. Odense: University of Southern Denmark Press. ISBN 978-8776023454.
- Jón Helgason (1977). „Á sá sá sá es á sá sat“. Gripla. 2: 198–200.
- Knirk, James (1994). „Learning to write with runes in medieval Norway“. Í Lindell, Inger (ritstjóri). Medeltida skrift- och språkkultur. Nordisk medeltidsliteracy i ett diglossiskt och digrafiskt perspektiv II. Nio föreläsningar från ett symposium i Stockholm våren 1992. Stockholm: Sällskapet Runica et Mediævalia. bls. 169–212. ISBN 9188568024.
- Källström, Magnus (2010). „Lönnrunorna i Långgränd. En runinskrift och en ordlek från medeltidens Sigtuna“ (PDF). Situna dei: 77–83. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 24. nóvember 2020. Sótt 17. september 2019.
- MacLeod, Mindy; Mees, Bernard (2006). Runic Amulets and Magic Objects. Boydell Press. ISBN 1843832054.
- Moltke, Erik (1961). „En grønlandsk runeindskrift fra Erik den rødes tid. Narssaq-pinden“ (PDF). Grønland: 401–410.
- Nordby, K. Jonas (2018). Lønnruner. Kryptografi i runeinnskrifter fra vikingtid og middelalder (PDF). Oslo: Institutt for lingvistiske og nordiske studier. Det humanistiske fakultet. Universitetet i Oslo.
- Ólafur Halldórsson (1979). „Góð er gáta þín“. Gripla. 3: 230–233.
- Sanness Johnsen, Ingrid (1968). Stuttruner i vikingtidens innskrifter. Oslo: Universitetsforlaget.
- Steenholt Olesen, Rikke (2012). „Runes about a Snow-White Woman: The Lund Gaming-Piece Revisited“ (PDF). Futhark: International Journal of Runic Studies. 3: 89–104.
- Stoklund, Marie (1993). „Objects with runic inscriptions from Ø 17a“. Meddelelser om Grønland, Man & Society. 18: 47–52.
- Vebæk, C. L. (1993). „Narsaq – a Norse landnáma farm“. Meddelelser om Grønland, Man & Society. 18.