Rúghússamsærið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rye House, eða Rúghúsið, í Hertfordshire, árið 1823.

Rúghússamsærið var samsæri sem snerist um að myrða Karl 2. Englandskonung og Jakob bróður hans (og ríkisarfa) árið 1683. Ætlunin var að ráðast á bræðurna þegar þeir riðu framhjá Rúghúsinu, sveitasetri þekkts lýðveldissinna, Anthony Ashley Cooper, jarls af Shaftesbury. Þá stóð til að konungurinn og bróðir hans yrðu á heimleið frá veðreiðum í Newmarket 1. apríl en 22. mars kom upp mikill eldsvoði í Newmarket þannig að aldrei varð neitt úr árásinni. Fréttir af samsærinu láku samt út og konungur nýtti sér það til að handtaka marga leiðtoga „sveitaflokksins“ (sem síðar urðu Viggarnir) og taka suma þeirra af lífi.