Fara í innihald

Rókokó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rókokkó)
Elskendur.Postulínsstytta frá 1760 í rókokóstíl

Rókokó er listastíll sem kom fram í byrjun 18. aldar, fyrst í Frakklandi en breiddist þaðan um Evrópu. Rókokó sækir upptök sín til barokkstílsins sem var ríkjandi á 17. öld. Barokkstíll kom fram í flestum listgreinum og voru helstu einkenni hans áberandi skreytingar sem voru uppfullar af táknum, útskurður varð algengur og form ýkt, sterkir litir notaðir og andstæður ljóss og skugga. Rókokó svipar til barokkstíls en var mun léttari og einkenndist af sveigðum formum sem líktust S og C. Dýra- og blómamynstur voru algeng og ýmis náttúruform svo sem steinar og skeljar voru áberandi í málverkum og húsgögnum.

Rókokóstíll varð vinsæll í Danmörku töluvert seinna en í Frakklandi og vinsældir hans þar náðu hámarki á síðari hluta 18. aldar. Rókokó kom nær eingöngu fram sem skreytistíll í innanhússhönnun, en ekki var mikið um áhrif hans í byggingarlist. Riddarasalurinn í Moltkehöllinni í Amalíuborg sem teiknaður er af Nicolai Eigtved þykir gott dæmi um rókókóstíl.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.