Rínardalur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Rínarfljót við Balzers.

Rínardalur er jökuldalur þar sem sá hluti Rínarfljóts sem nefnist Alparín rennur frá upptökunum, Vorderrhein og Hinterrhein, í norður að Bodensee við rætur Alpafjalla. Efri hluti dalsins er dæmigerður Alpadalur en neðri hluti hans er víðfeðm slétta. Hann er um 80 km að lengd. Dalurinn myndar landamæri Sviss í vestri og Austurríkis og Liechtenstein í vestri. Helstu þéttbýlisstaðir eru Tamins, Chur, Landquart, Vaduz, Lustenau og Bregenz. Árnar Plessur, Landquart, Ill og Frutz renna út í fljótið austan megin.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.