Ríkisháskólinn í Pennsylvaníu
Útlit
Ríkisháskólinn í Pennsylvaníu (e. The Pennsylvania State University eða einfaldlega Penn State) er bandarískur ríkisháskóli í Pennsylvaníufylki. Skólinn, sem samanstendur af 24 háskólasvæðum (e. campus) víðs vegar um fylkið, er afar stór. Heildar nemendafjöldi er að jafnaði um 80.000, þar af um helmingur á University Park háskólasvæðinu í bænum State College. Penn State er ekki hvað síst þekktur í Bandaríkjunum fyrir íþróttir, en mikill fjöldi afreksmanna í íþróttum hefur numið og æft við skólann. Varast ber að rugla Penn State saman við Penn (Pennsylvaníuháskóla í Fíladelfíu).