Fara í innihald

Ríkisábyrgðasjóður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ríkisábyrgðasjóður er deild í Lánasýslu ríkisins. Hann var stofnaður með lögum árið 1962 og er hlutverk hans er að annast undirbúning að veitingu ríkisábyrgða og afgreiðslu þeirra. Hann á einnig að annast innlausn krafna sem falla á ríkissjóð vegna ábyrgða sem hann hefur tekist á hendur og innheimtu slíkra krafna og ýmis konar aðra starfsemi í sambandi við ríkisábyrgðir og endurlán. Við setningu laga um Lánasýslu ríkisins árið 1990 varð Ríkisábyrgðasjóður deild í Lánasýslu ríkisins.