Rækjuveiðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rækjuveiðar eru stóriðnaður sem stundaður er víða á svæðum sem liggja að hafi og er árlegur heimsafli meira en 3,4 milljón tonn en mest af rækju er veidd í Asíu. Alþjóðastofnunin FAO skilgreinir rækjuveiðar sem veiðar á rækjum (Caridea) og prawns (Dendrobranchiata).

Rækjuveiðar við Ísland hafa minnkað mjög mikið frá því þær náðu hámarki árið 1996 (90 þúsund tonn). Árið 2022 var veiði íslenskra skipa innan við 3 þúsund tonn. Rækjuvinnsla á Íslandi hefur því reitt sig á að kaupa afla frá erlendum rækjuveiðiskipum. Fimm rækjuverksmiðjur eru enn starfandi á Íslandi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.