Rán (glæpur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Japanskur kaupmaður rændur, mynd frá því í kringum 1860.

Rán er glæpur sem felst í því að beita hótunum eða ofbeldi til þess að komast ólöglega yfir eigur annarra. Sá sem fremur rán kallast ræningi. Skilgreining á ráni er mismunandi eftir lögsögum en því fylgir þó iðulega strangari refsing en þjófnaði þar sem ofbeldi eða þvingun hefur ekki verið beitt.

Aðrir glæpir eru kenndir við rán en eru yfirleitt meðhöndlaðir sérstaklega í lögum. Til dæmis mannrán, sjórán eða flugrán.

Í hegningarlögum Íslands eru rán álitin alvarlegust auðgunarbrota og hægt er að dæma menn til allt að 16 ára fangelsisvistar í sérstaklega alvarlegum tilvikum skv. 252 gr.