Puyehuevatn
Útlit
Puyehuevatn (spænska: Lago Puyehue) er stöðuvatn á mörkum fylkjanna Los Ríos og Los Lagos í Suður-Chile. Entre Lagos er stærsta borgin nálægt vatninu.
Puyehuevatn er 156 ferkílómetrar að stærð og dýpst 135 metrar. Þar er góð lax- og silungsveiði. Úr vatninu rennur áin Río Pilmaiquén.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Puyehue.