Fara í innihald

Pulitzer-verðlaunin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pulitzer verðlaunin)
Pulitzer-verðlaunin
Framhlið og bakhlið gullmedalíu Pulitzer-verðlaunanna í hönnun Daniels Chesters French frá árinu 1917.
Veitt fyrirFramúrskarandi blaðamennsku, bókmenntaafrek og tónlist
LandBandaríkin
UmsjónColumbia-háskóli
Fyrst veitt1917; fyrir 107 árum (1917)
Vefsíðapulitzer.org

Pulitzer-verðlaunin (enska: Pulitzer Prize) eru bandarísk verðlaun sem veitt eru af Columbia-háskóla í New York.[1] Verðlaunin eru veitt fólki, dagblöðum, tímaritum eða frettastofum fyrir árangur í eftirfarandi flokkum: blaðamennsku, bókmenntum, skáldskap og tónlist. Verðlaunaflokkunum er síðan skipt í undirflokka. Verðlaunin njóta mikillar virðingar um allan heim.[2]

Verðlaunin voru stofnuð að undirlagi Josephs Pulitzer, sem var einn af frumkvöðlum rannsóknarblaðamennsku[3] a 19. öld í blaði sínu, New York World. Pulitzer og samtímamenn hans á borð við Charles E. Scripps og William Randolph Hearst byggðu upp mikil fjölmiðlaveldi á grundvelli slíkrar blaðamennsku.[3][3]

Verðlaunin voru stofnuð samkvæmt erfðaskrá Pulitzers árið 1917, um sex árum eftir dauða hans. Í byrjun voru þau veitt í tólf flokkum fjölmiðlunar og lista. Frá byrjun 21. aldar hafa þau verið veitt í 21 flokkum, meðal annars nokkrum flokkum ritstjórnar, skopmynda, ljósmynda, skáldsagna, ævisagna, leiklistar, ljóðlistar, sagnfræði og tónlistar. Verðlaununum fylgir umslag með 10.000 Bandaríkjadölum. Verðlaunahafar Pulitzer-verðlaunanna fyrir almenningsþjónustu fá jafnframt gullmedalíu.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Pulitzer Prize | History, Winners, & Facts“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 5. maí 2020.
  2. „Pulitzer Prizes | Encyclopedia.com“. www.encyclopedia.com (bandarísk enska). Sótt 5. maí 2020.
  3. 3,0 3,1 3,2 "Joseph Pulitzer, pionnier du journalisme moderne" par Liliane Charrier le 14 avril 2013 sur TV5 Monde [1]