Proxima Thulé (tímarit)
Proxima Thulé – (íslenska: Í grennd við Thule) – er tímarit um norræn fræði, sem gefið er út í París í Frakklandi. Útgefandinn er Société des études nordiques (Félag um norræn fræði), sem tengist Sorbonne háskóla í París. Stofnandi tímaritsins og aðal driffjöðrin er François-Xavier Dillmann prófessor við École pratique des Hautes Études.
Meðal þess sem fjallað er um er: víkingaöldin, rúnir, norræn trúarbrögð og bókmenntir, og saga norrænna konunga. Sérstök áhersla er lögð á innrásir víkinga í Frankaríkið og stofnun hertogadæmisins í Normandí. Mikill hluti efnisins tengist á einhvern hátt íslenskum fornbókmenntum og fornmenningu.
Fyrsta bindið kom út árið 1994, og hafa nú komið út sex bindi (2011). Í tímaritinu birtast fræðigreinar og yfirlit um það sem er efst á baugi í fræðunum, t.d. fréttir og auglýsingar um ný rit, einkum rit á frönsku.
Efni tímaritsins er nær eingöngu á frönsku.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Proxima Thulé, 6. bindi, 2009 — Fréttatilkynning frá sendiráði Íslands í París.