Próserpína
Útlit
(Endurbeint frá Proserpina)
Próserpína er gyðja í rómverskri goðafræði. Hún samsvarar Persefónu í grískri goðafræði. Nafn hennar er myndað af sögninni proserpere sem þýðir að „koma í ljós“. Próserpína, sem er dóttir Ceresar og Júpíters, er gyðja endurfæðingar. Hún er jafnframt drottning undirheima þar sem hún ríkir ásamt manni sínum Plútó. Próserpína dvelur hálft árið með Plútó en hálft árið með móður sinni ofanjarðar. Árstíðarskipti voru talin fylgja komu og för Próserpínu. Þegar Próserpína kemur til Ceresar móður sinnar vorar og náttúran lifnar öll við, en vetur skellur á þegar hún hverfur aftur til undirheima.