Fara í innihald

Postulleg vígsluröð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úr bókinni Les Très Riches Heures du duc de Berry frá 1410, postularnir fara út í heim til að boða fagnaðarerindið

Postulleg vígsluröð sem einnig er nefnd postulleg erfðakenninglatínu: successio apostolica) er trúarkenning innan margra kirkjudeilda sem segir að viðkomandi kirkja sé beinlínis andlegur erfingi postulanna. Hins vegar eru þessar kirkjur ekki sammála um hvaða þýðingu þetta hefur.

Þær kirkjur sem leggja áherslu á mikilvægi órofinnar vígsluraðar vitna meðal annars í Postulasöguna 14:23, Postulasöguna 20:28 og 2. Tímóteusarbréf 1:6 [1] máli sínu til stuðnings.

Kaþólska kirkjan, rétttrúnaðarkirkjan, austrænu rétttrúnaðarkirkjurnar, nestoríönsku kirkjurnar og enska biskupakirkjan leggja allar mikla áherslu á órofa vígsluröð biskupa allt aftur til postulanna. Flestar mótmælendakirkjur, að sænsku lútherstrúarkirkjunni undantekinni, leggja lítið upp úr þessari hefð [2]. Í guðfræði kaþólsku- og rétttrúnaðarkirkjanna er órofin vígsluröð í sjálfu sér álitin mjög mikilvæg vegna þess að Jesús lofaði að vera með postulum sínum og lærisveinum allt til enda veraldar [3]. Ef vígsluröðin er rofin verður þessu loforði ekki framfylgt. Það var Ireneus frá Lyon sem lagði fyrstur fram þessa kenningu á 2. öld í deilum við gnostíkera sem héldu því fram að til væru postular í leynum sem þekktu til hinna sönnu og leyndu kenninga Krists.

Rómversk-kaþólska kirkjan er sú kirkjudeild sem hefur lagt mesta áherslu á hinn postullega arf og þá helgi sem fylgir með honum og jafnframt það túlkunar- og kennivald sem fellur í hlut erfingjans, það er páfans. Kaþólska kirkjan telur hann vera beinan erfingja Péturs postula sem þeir telja hafa verið fyrsta biskupinn í Róm. Rétttrúnaðarkirkjan álítur sig hafa tekið við arfi frá postulanum Andrési og það sé patríarkinn í Konstantínópel sem tryggi vígsluhefðina. Koptíska kirkjan telur sig hafa órofa vígsluhefð allt aftur til Markúsar sem skrifaði Markúsarguðspjallið.

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Biblían, Reykjavík, 1981, ISBN 838253
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. október 2007. Sótt 16. maí 2007.
  3. [http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/683.html Trúfræðslurit kaþólsku kirkjunnar

Heimildir og ítarefni

[breyta | breyta frumkóða]