Pontifex Maximus
Útlit
Pontifex Maximus var æðstiprestur prestaráðsins í Rómaveldi, sem var mikilvægasta staða rómverskra trúarbragða. Titillinn er enn í dag latneskur titill páfans í Róm.
Staðan var aðeins opin patrisíum til ársins 254 f.Kr. þegar plebeii fékk hana í fyrsta skipti. Smátt og smátt varð þessi titill mikilvægari í rómverskum stjórnmálum þar til henni var breytt í einn af titlum Rómarkeisara á tímum Ágústusar. Þessi skipan hélst til ársins 376 þegar titillinn varð einn af titlum Rómarbiskups.