Poecilia velifera

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Poecilia velifera

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Tannkarpar (Cyprinodontiformes)
Ætt: Poeciliidae
Ættkvísl: Poecilia
Tegund:
P. velifera

Tvínefni
'Poecilia velifera'
(Regan, 1914)

Poecilia velifera, er frá strandsvæðum Júkatanskaga í Mexíkó.[1] Hann er mjög áþekkur P. latipinna, en almennt stærri og með hærri og lengri bakugga á körlum. Fullvaxnir fiskar eru yfirleitt stærri en 10 sm og stórir kvenfiskar geta orðið næstum tvöfalt það villtir, ræktaðir í búrum virðast þeir verða bara jafnstórir P. latipinna. Bakugginn er mest einkennandi greiningareinkennið til að greina á milli tegundanna: Poecilia velifera er með næstum 20 uggabein, talið frá þar sem ugginn mætir baki, P. latipinna er með færri en 15 (fjöldi þarna á milli bendir til blendingsuppruna).[2]

Eins og aðrar tegundir Poecilia, geta þeir auðveldlega blandast ættingjum sínum. Ósjaldan er reynt að blanda þeim við P. latipinna til að fá harðgerðari fiska með stóra og skrautlega ugga. Almennt gengur það illa, og ætti ekki vera reynt þar sem tegundin er orðin illfinnanleg, og blendingarnir hafa ekki eins mikla bakugga og tegundin. Nokkur litaafbrigði eru einnig fáanleg; yfirleitt verða þau ekki eins stór og villtur fiskur og gætu verið blendingar við P. latipinna.[3] Yfirleitt er tegundin erfiðari í ræktun en aðrar af ættkvíslinni Poecilia.


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. FishBase - Poecilia velifera
  2. www.aquaristik.de - Poecilia velifera
  3. „www.zierfischverzeichnis.de - Poecilia velifera“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2007. Sótt 24. júní 2018.
Wikilífverur eru með efni sem tengist