Playhouse Disney
Útlit
Playhouse Disney var dagskrársyrpa og alþjóðleg kapalstöð og gervihnattastöð í eigu Disney Channels Worldwide, sem er deild í Disney–ABC sem aftur er hluti af Walt Disney Company. Hún var send út á morgnana á Disney Channel frá 4. október 1998. Dagskráin var blanda af leiknum þáttum og teiknimyndaþáttum, ætluðum börnum frá 3-8 ára. Meðal þátta í syrpunni voru Músahús Mikka, Bangsímonsbók og Otrabörnin.
Playhouse Disney var breytt í Disney Junior 14. febrúar 2011 og næstu tvö ár náði breytingin yfir alþjóðlegar stöðvar sem sendu út efnið.