Playhouse Disney

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Playhouse Disney var dagskrársyrpa og alþjóðleg kapalstöð og gervihnattastöð í eigu Disney Channels Worldwide, sem er deild í Disney–ABC sem aftur er hluti af Walt Disney Company. Hún var send út á morgnana á Disney Channel frá 4. október 1998. Dagskráin var blanda af leiknum þáttum og teiknimyndaþáttum, ætluðum börnum frá 3-8 ára. Meðal þátta í syrpunni voru Músahús Mikka, Bangsímonsbók og Otrabörnin.

Playhouse Disney var breytt í Disney Junior 14. febrúar 2011 og næstu tvö ár náði breytingin yfir alþjóðlegar stöðvar sem sendu út efnið.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.