Fara í innihald

Brynháfar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Placodermi)
Placodermi
Tímabil steingervinga: Ár-/miðsílúrsíðdevon
Dunkleosteus ræðst á Gorgonichthys
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirfylking: Hryggdýr (Vertebrata)
Innfylking: Kjálkadýr (Gnathostomata)
Flokkur: Placodermi
McCoy, 1848
Ættbálkar

Antiarchi
Arthrodira
Brindabellaspida
Petalichthyida
Phyllolepida
Ptyctodontida
Rhenanida
Acanthothoraci
?Pseudopetalichthyida
?Stensioellida

Brynháfar (fræðiheiti: Placodermi) eru flokkur forsögulegra fiska sem voru uppi frá því seint á sílúrtímabilinu til loka devontímabilsins. Einkenni brynháfa voru margbrotnar brynplötur sem vörðu höfuð þeirra og frambol. Afgangurinn af skrokknum var ýmist ber eða með hreistur. Brynháfar voru með fyrstu kjálkadýrum jarðar. Kjálki þeirra þróaðist líklega út frá tálknbogum.

Brynháfar eru rannsakaðir út frá steingervingum. Þeir voru ríkjandi tegund hryggdýra á devontímabilinu þegar þeir lifðu í sjó og vötnum um alla jörð.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.