Plöntustafur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Plöntustafur er stafur til að gróðursetja plöntur. Plöntustafur er með spíss á neðri enda sem stungið er í jörðu til að móta holu sem planta er sett í. Síðan þarf að þjappa að plöntu með fótum. Sá sem gróðursetur þarf að beygja sig niður í hvert skipti sem planta er gróðursett. Því hafa gróðursetningarstafir sem kallast geispa þar sem plöntu er smeygt í rör og látin detta niður í holu rutt sér til rúms. Plönturör eru hins vegar dýrari í innkaupum en hefðbundnir plöntustafir.