Geispa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geispa er plönturör til að gróðursetja plöntur. Plönturörið er með yddaðan neðri enda og er sá endi klofinn og hægt að opna og loka með fótstigi. Þessi neðri endi líkist fuglsnefi. Plönturörinu er stungið í jarðveginn og stigið á fótstigið og þannig opnast op í jarðvegi og er þá planta er tekin og látin detta niður rörið. Síðan er þjappað að plöntunni með fótum. Gróðursetningarstafur eins og geispa er hentug til að gróðursetja bakkaplöntur í skóglendi á fljótlegan hátt og er þá gróðursetningarmaður með útbúnað til að bera plöntur því erfitt er að beita plönturörinu nema nota báðar hendur.