Pipaluk Freuchen
Útlit
Pipaluk Freuchen (fullt nafn: Pipaluk Jette Tukuminguaq Kasaluk Palika Häger Freuchen), fæddist 1918 í Uummannaq, Grænlandi, lést 1999,[1] var dansk-sænskur rithöfundur, sem meðal annars er þekkt fyrir barnabókina Ivik.[2] Hún var þýdd á íslensku 1955 og einnig á fjölda annarra tungumála.
Pipaluk var dóttir danska heimskautakönnuðarins og ævintýramannsins Peter Freuchen og Navarana Mequpaluk, grænlenskrar konu af inúítaættum. Móðir hennar dó frá þeim ungum og ólst Pipaluk og bróðir hennar upp hjá föður þeirra í Grænlandi.[3] Um líf þeirra saman ritaði Peter Freuchen í Arctic Adventure: My Life in the Frozen North (1935).
1944-1953 var Pipaluk gift Bengt Häger (Bengt Nils Richard Häger), og eignaðist með honum dótturina Navarana.
Ritverk
[breyta | breyta frumkóða]- Pipaluk Freuchen, Ivik, den faderløse , Geber Förlag, Stockholm, Sweden, 1945[4] Á íslensku heitir bókin Ívik bjarndýrsbani. gefin út af Prentsmiðja Odds Björnssonar 1955 (ensk útgáfa er Eskimo boy, 1953[5])
- Pipaluk Freuchen, Inaluk , Almqvist & Wiksell / Geber Förlag, Stockholm, Sweden, 1955[4]
- Pipaluk Freuchen, Bogen om Peter Freuchen , Fremad Förlag, København, Denmark, 1958[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Worldcat, läst 7 mars 2020.
- ↑ Freuchen, Pipaluk, Ivik , þýdd á sænsku af Eugen Filotti, Youth Publishing House, Bucharest, 1972
- ↑ „Vestkusten 2 August 1945 — California Digital Newspaper Collection“. cdnc.ucr.edu. Sótt 7. mars 2020.
- ↑ 4,0 4,1 4,2 „LIBRIS - sökning: WFRF:(Freuchen Pipaluk)“. libris.kb.se (sænska). Sótt 7. mars 2020.
- ↑ Ivik den Faderløse. Eskimo Boy