Hanyu Pinyin
Útlit
(Endurbeint frá Pingyin)
Hanyu Pinyin (汉语拼音; hànyǔ pīnyīn), eða einfaldlega pinyin, er aðferð við að umrita kínversku með latnesku letri. Þessi umritun yfir í latneska (rómverska) bókstafi kallast rómönskun. Kerfið byggist aðallega á því að sérhljóðarnir eru merktir á fjóra mismunandi vegu fyrir ofan stafina, t.d. ā, á, ǎ, eða à, og gefa merkingarnar til kynna tónun stafsins eða táknsins. Auk þessara hópa er einnig til áherslulaus tónun þar sem sérhljóðin eru „hattlaus“.
Pinyin umritun er kennd í kínverskum grunnskólum og börn læra þetta kerfi um leið og þau læra að lesa þar sem táknin eru gjarnan merkt með Pinyin í kennslubókum yngstu bekkja til að auðvelda þeim lestur.