Pikrít
Útlit
Pikrít er tegund basalts.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Pikrít er basalt með mjög lítið af kísilsýru og morar af grænum ólivíndílum. Grunnmassinn er fínkornóttur, grár eða ljósgrár. Mjög blöðrótt berg. Helstu steindir plagíóklas-feldspat, pýroxen, ólivín og málmsteindir. Dílar af ólivíni mjög áberandi í berginu.
Uppruni og útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Pikrít er fágætt gosberg. Tengist þóleiít-bergröðinni. Hefur fundist á Reykjanesskaga þá helst á Háleyjabungu og Lágfelli. Einnig að finnast við suðvesturhluta Miðfells austan Þingvallavatns.
Það er frumstætt basaltafbrigði þ.e. líkist frumbráð þeirri sem verðir til í möttlinum.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2