Fara í innihald

Pikrít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pikrít er tegund basalts.

Pikrít er basalt með mjög lítið af kísilsýru og morar af grænum ólivíndílum. Grunnmassinn er fínkornóttur, grár eða ljósgrár. Mjög blöðrótt berg. Helstu steindir plagíóklas-feldspat, pýroxen, ólivín og málmsteindir. Dílar af ólivíni mjög áberandi í berginu.

Uppruni og útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Pikrít er fágætt gosberg. Tengist þóleiít-bergröðinni. Hefur fundist á Reykjanesskaga þá helst á Háleyjabungu og Lágfelli. Einnig að finnast við suðvesturhluta Miðfells austan Þingvallavatns.

Það er frumstætt basaltafbrigði þ.e. líkist frumbráð þeirri sem verðir til í möttlinum.

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.