Fara í innihald

Burstagreni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Picea koyamae)
Picea koyamae

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Greni (Picea)
Tegund:
P. koyamae

Tvínefni
Picea koyamae
Shiras.

Burstagreni er sjaldgæf grenitegund, einlend í Japan. Þar er það í Nagano og Yamanashi héruðum á miðri Honshū-eyju.

Ungur sproti. Trjásafnið í Rogów, Pólland.
Burstagreni sem hefur nýlega dáið, Arboretum de Chèvreloup, Frakklandi.

Þetta er sígrænt tré, allt að 25 metra hátt, og með stofnþvermál allt að einum metra. Sprotarnir eru appelsínubrúnir, gishærðir. Barrnálarnar eru 8 til 16 mm langar, tígullaga í þversniði, dökkblágrænar með áberandi loftaugnarákum. Könglarnir eru sívalir til keilulaga, 4 til 9 cm langir og 2 cm í þvermál, verða fölbrúnir við þroska 5 til 7 mánuðum eftir frjóvgun, og eru með stífar ávalar köngulskeljar, 6 til 18 mm langar og 6 til 12 mm breiðar. Frjóvgun er síðla vors.[2][3]

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Burstagreni finnst í Akaishi-fjöllum og Yatsugatake-fjöllum á miðri Honshū-eyju í Japan. Þar vex það í 1500 til 2000 metra hæð.[2] . Það vex í litlum, einöngruðum lundum á takmörkuðu svæði og heildarútbreiðslusvæðið er minna en 100 km2. Trjám sem falla vegna fellibylja er oft skipt út fyrir hraðvaxnari tegundir.[1][2] Það vex í lundum með 10 til 20 trjám, en heildarfjöldi þekktra trjáa er aðeins um 250 fullvaxin tré.[1][2]

Það heitir eftir japanska gresafræðingnum Mitsua Koyama. Nafnið sem var fyrst skráð var "koyamai", en það gæti verið stafsetningarvilla sem er leiðrétt samkvæmt reglum ICBN (60. gr.).[4]

Því er stundum plantað sem prýðistré. Viðurinn er svipaður og hjá öðru greni, en tegundin er of sjaldgæf til að vera efnahagslega mikilvæg.


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 Katsuki, T. & Gardner, M. (2010). Picea koyamae. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 3.1. Sótt 10. nóvember 2013.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 Farjon, A. (1990). Pinaceae. Drawings and Descriptions of the Genera. Koeltz Scientific Books ISBN 3-87429-298-3.
  3. Gymnosperm Database: Picea koyamae
  4. Farjon, A. (1998). World Checklist and Bibliography of Conifers. Royal Botanic Gardens, Kew ISBN 1-900347-54-7.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.