Burstagreni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Picea koyamae

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Greni (Picea)
Tegund:
P. koyamae

Tvínefni
Picea koyamae
Shiras.

Burstagreni er sjaldgæf grenitegund, einlend í Japan. Þar er það í Nagano og Yamanashi héruðum á miðri Honshū-eyju.

Ungur sproti. Trjásafnið í Rogów, Pólland.
Burstagreni sem hefur nýlega dáið, Arboretum de Chèvreloup, Frakklandi.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Þetta er sígrænt tré, allt að 25 metra hátt, og með stofnþvermál allt að einum metra. Sprotarnir eru appelsínubrúnir, gishærðir. Barrnálarnar eru 8 til 16 mm langar, tígullaga í þversniði, dökkblágrænar með áberandi loftaugnarákum. Könglarnir eru sívalir til keilulaga, 4 til 9 cm langir og 2 cm í þvermál, verða fölbrúnir við þroska 5 til 7 mánuðum eftir frjóvgun, og eru með stífar ávalar köngulskeljar, 6 til 18 mm langar og 6 til 12 mm breiðar. Frjóvgun er síðla vors.[2][3]

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Burstagreni finnst í Akaishi-fjöllum og Yatsugatake-fjöllum á miðri Honshū-eyju í Japan. Þar vex það í 1500 til 2000 metra hæð.[2] . Það vex í litlum, einöngruðum lundum á takmörkuðu svæði og heildarútbreiðslusvæðið er minna en 100 km2. Trjám sem falla vegna fellibylja er oft skipt út fyrir hraðvaxnari tegundir.[1][2] Það vex í lundum með 10 til 20 trjám, en heildarfjöldi þekktra trjáa er aðeins um 250 fullvaxin tré.[1][2]

Það heitir eftir japanska gresafræðingnum Mitsua Koyama. Nafnið sem var fyrst skráð var "koyamai", en það gæti verið stafsetningarvilla sem er leiðrétt samkvæmt reglum ICBN (60. gr.).[4]

Því er stundum plantað sem prýðistré. Viðurinn er svipaður og hjá öðru greni, en tegundin er of sjaldgæf til að vera efnahagslega mikilvæg.


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Katsuki, T. & Gardner, M. (2010). Picea koyamae. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 3.1. Sótt 10. nóvember 2013.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 Farjon, A. (1990). Pinaceae. Drawings and Descriptions of the Genera. Koeltz Scientific Books ISBN 3-87429-298-3.
  3. Gymnosperm Database: Picea koyamae
  4. Farjon, A. (1998). World Checklist and Bibliography of Conifers. Royal Botanic Gardens, Kew ISBN 1-900347-54-7.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.