Phou Bia
Útlit
Phou Bia (einnig skrifað Phu Bia) er hæsta fjall í Laos og hæsta fjall í Annamít fjallakeðjunni. Hæsti tindurinn er 2.817 metra yfir yfirborði sjávar. Fjallið rís upp frá Phou Ane hásléttunni í Xieng Khouang (einnig stafað Xiangkhoang) héraðinu í nyrðri hluta Laos.