Fjallafoxgras
Útlit
(Endurbeint frá Phleum alpinum)
Fjallafoxgras | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Phleum alpinum Linnaeus |
Fjallafoxgras (fræðiheiti: Phleum alpinum) er gras af foxgrasa-ættkvíslinni (phleum). Fjallafoxgras hefur 8-12 mm breiðan og 1-3 sm langan axpunt og smáöxin eru einblóma. Slíðurhimnan er stutt.
Fjallafoxgras verður 15-40 sm á hæð og vex í grasi gefnu landi, gjarnan inn til landsins eða upp til heiða. Það þekkist frá vallarfoxgrasi á styttra axi og útblásnu blaðslíðri.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Fjallafoxgras Flóra Íslands, skoðað 16. sept. 2018.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Fjallafoxgras.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Phleum alpinum.