Phil Selway
Philip „Phil" James Selway (fæddur 23. maí, 1967 í Abingdon, Oxfordshire, Englandi) er trommari hljómsveitarinnar Radiohead. Hárnákvæm taktfesta hans og fjölbreytni í trommuleik hefur gefið hljómsveitinni sinn einstaka hljómblæ.
Philip er ári eldri en hinir meðlimir hljómsveitarinnar að frátöldum Jonny Greenwood sem er fjórum árum yngri en Phil. Philip, eða Phil eins og hann er oftast kallaður, gekk í sveitina eftir að frumstæð trommuvél þeirra bilaði og þeir höfðu ekki efni á nýrri. Áður en Radiohead nutu velgengni lærði Phil ensku og sögu við Liverpool Polytechnic. Hann hafði farið á hljómleikaferðalög með ýmsum tónlistarmönnum og unnið sem enskukennari að auki. Phil á eiginkonu, Kate, og þrjá syni: Leo, Jamie og Patrick (sem Kid A, Amnesiac og Hail to the Thief voru tileinkaðir í sömu röð)
Verkefni utan hljómsveitarinnar
[breyta | breyta frumkóða]Ólíkt félögum hans í Radiohead, Thom Yorke og Jonny Greenwood, hefur Phil ekki unnið mikið við tónlist utan hljómsveitarinnar. Samt sem áður hefur hann á undanförnum árum orðið virkari í samvinnu við aðra listamenn. Hann hefur verið í samstarfi við The Samaritans sem styrktarmaður og félagi í mörg ár. Phil hefur einnig komið fram með Dive Dive í mars 2005 og leikið í kvikmyndinni Harry Potter and the Goblet of Fire sem meðlimur í hljómsveitinni The Wyrd Sisters ásamt félaga sínum í Radiohead Jonny Greenwood og Jarvis Cocker söngvara Pulp