Fara í innihald

Phil Lester

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Phil Lester

Philip Michael „Phil“ Lester (fæddur 30. janúar 1987) er breskur YouTube-notandi og vídeóbloggari frá Rawtenstall í Lancashire. Hann hefur verið að setja inn myndbönd frá 2006. Hann flutti til Manchester til að fara í nám, en býr nú með öðrum breskum YouTube-notanda sem heitir Dan Howell í London. Þeir félagar eru saman með útvarpsþátt á BBC Radio 1 sem kallast The Internet Takeover. Þeir eru líka með tölvuleikjarás á YouTube sem kallast Danandphilgames og fyrsta apríl síðastliðinn bjuggu þeir í gríni til rásina Danandphilcrafts. Á hverju ári í nóvember búa þeir til Q&A myndband sem nefnist Phil is Not on Fire. Áttunda október gáfu þeir út bókina The Amazing Book is Not on Fire og ætla þeir að fara í kynningarferðalag um Bretland.