Fara í innihald

Persónuhlífar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hópur manna búinn öryggishjálmum, sýnileikavestum og fallavarnarvestum á byggingastað í Kína.

Persónuhlífar, hlífðarbúnaður eða öryggisbúnaður, eru til dæmis hlífðarfatnaður, hjálmar og öryggisgleraugu, sem eiga að verja líkama fólks fyrir áverkum og sýkingum. Sérstakar persónuhlífar eru notaðar til að verjast hættu á höggum, hita, rafmagni, skaðlegum efnum, líffræðilegum hættum og rykmengun. Notkun persónuhlífa getur verið hluti af vinnuvernd í tengslum við ákveðin störf eða vinnustaði, en getur líka tengst afþreyingu og íþróttaiðkun.

Persónuhlífar eiga sér margra alda sögu. Dæmi um aldagamlar persónuhlífar er búningur býflugnaræktenda sem ver þá fyrir stungum. Nýleg dæmi um persónuhlífar eru FFP2-öndunargrímurnar sem gerð var krafa um í Evrópusambandinu sem vörn gegn útbreiðslu COVID-19. Persónuhlífar eru ýmist flokkaðar eftir því hvaða hluta líkamans þær eiga að verja, eða gegn hvaða hættu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.