Peli
Útlit
Peli er gömul mælieining á vökva. Einn peli er 0,0002415 m³ eða 0,2415 lítrar. Í einum potti voru fjórir pelar. Pelamál var aflagt þegar metrakerfið var tekið upp. Ennþá er orðið peli notað um brennivínsfleyg og litla mjólkurflösku sem ungbörn totta. Í gömlum uppskriftum er stundum notuð mælieiningin peli t.d. rjómapeli er um 2,5 dl af rjóma.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]„Hvað getið þið sagt mér um pela og pott?“. Vísindavefurinn.